Innlent

Harpa og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði sviðsmanni bætur vegna vinnuslyss

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sviðsmaðurinn slasaðist við vinnu í hljómsveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu.
Sviðsmaðurinn slasaðist við vinnu í hljómsveitargryfju í Eldborgarsal Hörpu. Harpa

Landsréttur dæmdi Hörpu og Sinfóníuhljósmveit Íslands til að greiða sviðsmanni skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna vinnuslyss nýverið.

Slysið má rekja til myrkurs í hljómsveitargryfju en sviðsmaðurinn hugðist benda ljósamanni á að kveikja ljós inni í Eldborgarsal Hörpu. Mikið myrkur var í hljómsveitargryfju salarins þar sem meðlimir Sinfóníuhljómsveitarinnar voru á æfingu.

Sviðsmaðurinn steig upp á pall í hljómsveitargryfjunni í von um að ná athygli ljósamanns en rann á brún pallsins og rak hnéð í brúnina. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Varanleg örorka mannsins var metin 22% og fallist var á Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands bæri að greiða honum tæpar sextán og hálfa milljón í skaðabætur auk vaxta. Nánar í dómi Landsréttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×