Fótbolti

Andri Lucas og Andri Fannar ekki í hóp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas í leik Íslands og Þýskalands fyrr á þessu ári.
Andri Lucas í leik Íslands og Þýskalands fyrr á þessu ári. Vísir/Hulda Margrét

Nafnarnir Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson eru ekki í leikmannahópi Íslands gegn Armeníu í leik kvöldsins sem fram fer á Laugardalsvelli.

Hinn 19 ára gamli Andri Lucas kom eins og stormsveipur inn í síðasta landsliðsverkefni og skoraði jöfnunarmark Íslands í 2-2 jafntefli liðsins gegn Norður-Makedóníu. Hann hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins sem fram fer í kvöld og er því utan hóps.

Sömu sögu er að segja af Andra Fannari og því er hann einnig utan hóps. Hér að neðan má sjá varamannabekk Íslands í kvöld.

Andri Lucas leikur sem framherji með varaliði Real Madríd á Spáni á meðan Andri Fannar leikur á miðri miðjunni með danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn.

Varamenn Íslands í dag: Rúnar Alex Rúnarsson (markvörður), Patrik Sigurður Gunnarsson (markvörður), Alfons Sampsted, Guðmundur Þórarinsson, Daníel Leó Grétarsson, Ari Leifsson, Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Neville Anderson, Mikael Egill Ellertsson, Elías Már Ómarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×