Kristall Máni kom heim til að fá að spila framar á vellinum: „Ég á heima fremstur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 11:30 Kristall Máni Ingason skoraði þrennu á móti Vestra í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins og sýndi það á táknrænan hátt í fagni sínu. Vísir/Bára Dröfn Kristall Máni Ingason var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deild karla í sumar og hélt upp á það með því að skora þrennu í undanúrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum. Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira