Erlent

Nemandi handtekinn eftir skotárás í skóla í Texas

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mikill viðbúnaður lögreglu var við Timberview skólann í Arlington í Texas í dag.
Mikill viðbúnaður lögreglu var við Timberview skólann í Arlington í Texas í dag. Vísir/Getty

Átján ára nemandi var handtekinn eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas í dag. Minnst fjórir eru særðir eftir árásina. Einn er í lífshættu en aðrir virðast hafa sloppið með minniháttar meiðsl.

Aðdraganda skotárásarinnar má rekja til slagsmála sem brutust út í kennslustofu skólans, Timberview High School, samkvæmt frétt AP.

Lögreglan í Arlington lýsti eftir Timothy George Simpkins fyrr í dag og tókst að handtaka hann vandræðalaust nokkru síðar. Simpkins situr nú í gæsluvarðhaldi í Arlington-fangelsinu í Texas grunaður um stórfellda líkamsárás gegn þremur einstaklingum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×