Lét brjótast inn í síma Hayu prinsessu og lögmanna hennar Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 23:24 Sjeik Mohammed al Maktoum með Hayu prinsessu á viðburði árið 2017. Tveimur árum síðar flúði hún Dúbaí. Vísir/EPA Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum. Mohammed al Maktoum, leiðtogi Dúbaí og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur átt í hatrammri skilnaðar- og forræðisdeilu við Hayu prinsessu af Jórdaníu undanfarin ár. Hún flúði til Evrópu og fékk hæli í Bretlandi. Nú hefur enskur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sjeik Mohammed hafi látið brjótast inn í símana og látið koma fyrir í þeim njósnaforriti. Þannig hafi hann brotið gegn breskum hegningarlögum og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann hafi gerst sekur um að trufla störf dómstólsins, aðgang Hayu að réttarkerfinu og að misnota vald sitt sem þjóðarleiðtogi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pegasus-njósnaforrit ísraelska fyrirtækisins NSO gaf útsendurum sjeiksins upplýsingar um staðsetningu símanna, textaskilaboðum, tölvupóstum og skilaboðum í öðrum samskiptaforritum. Þá gátu þeir hlerað símtöl og fylgst með símaskrá, lykilorðum, færslum í almanak og myndum. Ekki aðeins það heldur bauð forritið upp á að þeim sem komu því fyrir gætu virkjað símana án vitneskju eigenda þeirra og jafnvel tekið upp og myndað þá. Sjeik Mohammed neitar nokkurri vitneskju um innbrotin. Hann hafi ekki skipað neinum að koma njósnaforriti fyrir í símum fyrrverandi konu sinnar, lögmanna hennar, aðstoðarmanns og tveggja öryggisvarða. Sérfræðingur sem var kallaður fyrir dóminn sagðist þó eki í vafa um að Pegasus-forritið hafi verið notað til þess að brjótast inn í símana. Einn aðili í einu þjóðríki hefði staðið að því. Fyrrverandi forsætisráðherrafrú benti á njósnirnar Upp um njósnirnar komst þegar Cherrie Blair, eiginkona fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lét lögmann Hayu vita af þeim. Blair hafði þá starfað sem ráðgjafi fyrir NSO. Starfsmenn fyrirtækisins bentu henni á að Pegasus-forritið kynni að hafa verið misnotað til þess að fylgjast með símum Hayu og lögmanns hennar. NSO hefur verið sakað um að gera einræðisherrum víða um heim kleift að fylgjast með andófsfólki og blaðamönnum. Fyrirtækið heldur því sjálft fram að forritið sé aðeins selt ríkisstjórnum til að berjast gegn glæpa- og hryðjuverkamönnum. Sameinuðu arabísku furstadæmin Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Leiðtogi Dúbaí og eiginkona takast á fyrir breskum dómstólum Haya prinsessa flúði Dúbaí til Þýskalands fyrr á þessa ári. Dómsmál varðandi börn hennar og Maktoum fursta verður tekið fyrir í Bretlandi. 30. júlí 2019 12:50 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Mohammed al Maktoum, leiðtogi Dúbaí og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur átt í hatrammri skilnaðar- og forræðisdeilu við Hayu prinsessu af Jórdaníu undanfarin ár. Hún flúði til Evrópu og fékk hæli í Bretlandi. Nú hefur enskur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sjeik Mohammed hafi látið brjótast inn í símana og látið koma fyrir í þeim njósnaforriti. Þannig hafi hann brotið gegn breskum hegningarlögum og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann hafi gerst sekur um að trufla störf dómstólsins, aðgang Hayu að réttarkerfinu og að misnota vald sitt sem þjóðarleiðtogi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pegasus-njósnaforrit ísraelska fyrirtækisins NSO gaf útsendurum sjeiksins upplýsingar um staðsetningu símanna, textaskilaboðum, tölvupóstum og skilaboðum í öðrum samskiptaforritum. Þá gátu þeir hlerað símtöl og fylgst með símaskrá, lykilorðum, færslum í almanak og myndum. Ekki aðeins það heldur bauð forritið upp á að þeim sem komu því fyrir gætu virkjað símana án vitneskju eigenda þeirra og jafnvel tekið upp og myndað þá. Sjeik Mohammed neitar nokkurri vitneskju um innbrotin. Hann hafi ekki skipað neinum að koma njósnaforriti fyrir í símum fyrrverandi konu sinnar, lögmanna hennar, aðstoðarmanns og tveggja öryggisvarða. Sérfræðingur sem var kallaður fyrir dóminn sagðist þó eki í vafa um að Pegasus-forritið hafi verið notað til þess að brjótast inn í símana. Einn aðili í einu þjóðríki hefði staðið að því. Fyrrverandi forsætisráðherrafrú benti á njósnirnar Upp um njósnirnar komst þegar Cherrie Blair, eiginkona fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lét lögmann Hayu vita af þeim. Blair hafði þá starfað sem ráðgjafi fyrir NSO. Starfsmenn fyrirtækisins bentu henni á að Pegasus-forritið kynni að hafa verið misnotað til þess að fylgjast með símum Hayu og lögmanns hennar. NSO hefur verið sakað um að gera einræðisherrum víða um heim kleift að fylgjast með andófsfólki og blaðamönnum. Fyrirtækið heldur því sjálft fram að forritið sé aðeins selt ríkisstjórnum til að berjast gegn glæpa- og hryðjuverkamönnum.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Leiðtogi Dúbaí og eiginkona takast á fyrir breskum dómstólum Haya prinsessa flúði Dúbaí til Þýskalands fyrr á þessa ári. Dómsmál varðandi börn hennar og Maktoum fursta verður tekið fyrir í Bretlandi. 30. júlí 2019 12:50 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25
Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07
Leiðtogi Dúbaí og eiginkona takast á fyrir breskum dómstólum Haya prinsessa flúði Dúbaí til Þýskalands fyrr á þessa ári. Dómsmál varðandi börn hennar og Maktoum fursta verður tekið fyrir í Bretlandi. 30. júlí 2019 12:50
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent