Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 12:08 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15
Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57
Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51
Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48