Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 14:41 Alexander Lúkasjenkó hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands í 26 ár. Getty Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56