Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:30 Vilhjálmur Kári Haraldsson á æfingu með Breiðabliksliðinu á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt. Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira
Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt.
Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira