Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2021 21:21 Silja Allansdóttir er ráðskona Suðurverks á Hótel Bjarkalundi. Arnar Halldórsson Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009: Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009:
Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44