Óvissan það allra erfiðasta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2021 13:25 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir þurfti að yfirgefa heimili sitt á Seyðisfirði vegna skriðuhættu í annað sinn í gær. Myndin til hægri sýnir bæinn eftir að stóra skriðan féll í desember í fyrra. Samsett Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther. Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther.
Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29