Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 12:31 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi. Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi.
Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11