Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 12:31 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi. Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi.
Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent