Innlent

Fram­­kvæmd Suður­ne­sja­línu 2 í upp­­­námi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. 
Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna.  Landsnet

Fyrir­huguð fram­kvæmd Lands­nets á Suður­ne­sja­línu 2 er komin í upp­nám að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, Steinunnar Þor­steins­dóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á ó­vart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svo­nefnda Suð­vestur­línu.

Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipu­lags­stofnun skilaði um­hverfis­mati sínu og fór Lands­net í kjöl­farið að afla sér til­skyldra leyfa fyrir fram­kvæmdinni frá sveitar­fé­lögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grinda­vík, Hafnar­fjörður, Reykja­nes­bær og Vogar. Lands­net fékk leyfi frá öllum sveitar­fé­lögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Lands­neti fram­kvæmda­leyfið í mars.

Vogar vilja að Lands­net leggi línuna í jörðu eins og Skipu­lags­stofnun mældi með í um­hverfis­mati sínu en Lands­net hyggst leggja loft­línu, sem er mun ó­dýrari fram­kvæmd.

Lands­net vísaði þessari á­kvörðun Voga til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála og bíða nú niður­stöðu hennar í málinu. Nefndin hefur sam­kvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endan­legan úr­skurð. Al­gengara er að máls­með­ferðar­tími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niður­staða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs.

Fleiri kærur fyrir nefndinni

Upp­lýsinga­full­trúi Lands­nets, Steinunn Þor­steins­dóttir, segir engin for­dæmi fyrir því að fram­kvæmda­leyfi sem upp­fyllir öll skil­yrði fyrir út­gáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úr­skurðar­nefndin snúi á­kvörðun Voga.

Ofan á kæru Lands­nets hafa svo fimm náttúru­verndar­sam­tök kært fram­kvæmda­leyfin sem hin sveitar­fé­lögin höfðu veitt Lands­neti til sömu nefndar og telja þau máls­með­ferð sveitar­fé­laganna hafa verið gallaða, grenndar­kynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfis­á­ætlun ó­lög­mæta og val­kosta­mat ó­full­nægjandi.

Náttúru­verndar­sam­tökin fimm eru Land­vernd, Náttúru­verndar­sam­tök Ís­lands, Náttúru­verndar­sam­tök Suð­vestur­lands, Ungir um­hverfis­sinnar og Hrauna­vinir.

Sammála um þörf á annarri línu

Suður­ne­sja­lína 1 er nú eina línan sem skaffar Suður­nesjunum raf­orku en flestir sem koma að málinu, sveitar­fé­lög, ráð­herrar og Skipu­lags­stofnun virðast sam­mála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raf­orku­öryggi á Suður­nesjum.

Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loft­línu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.