Lagerbäck: Hef aldrei upplifað aðra eins framkomu hjá leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 11:02 Lars Lagerbäck á dögum sínum með þjálfari norska landsliðsins. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck tjáir sig um síðustu daga sína sem landsliðsþjálfari Norðmanna í nýrri bók sem var að koma út í Noregi. Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars. EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sjá meira
Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars.
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sjá meira