Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Snorri Másson skrifar 4. október 2021 15:21 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Stöð 2 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins. Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins.
Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent