Fótbolti

Rakel og Jón Steindór taka við Fylki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson munu stýra kvennaliði Fylkis næstu tvö árin.
Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson munu stýra kvennaliði Fylkis næstu tvö árin. Facebook/Íþróttafélagið Fylkir

Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson sömdu í gær við knattspyrnudeild Fylkis og munu þau stýra kvennaliði félagsins saman næstu tvö árin.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Fylkis, en Jón og Rakel taka við af Kjartani Stefánssyni sem lét af störfum eftir að liðið féll úr efstu deild í sumar. Þau fá því það verkefni að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að Jón hafi þjálfað hjá Fylki í mörg ár og að mikil ánægja hafi verið með hans störf eftir að hann kom inn í þjálfarateymi liðsins á miðju sumri.

Þá kemur einnig fram að Rakel sé einn reynslumesti leikmaður Íslands með hátt í 300 leiki í meistaraflokki, ásamt því að hafa spilað 26 leiki fyrir íslenska A-landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×