Innlent

Ók bíl á bensín­dælurnar á Sprengi­sandi

Árni Sæberg skrifar
Betur fór en á horfðist þegar ekið var á bensíndælu.
Betur fór en á horfðist þegar ekið var á bensíndælu. Aðsend

Í kvöld varð slys á eldsneytisstöð Atlantsolíu á Sprengisandi þegar bifreið var ekið yfir eldsneytisdælu.

Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að tveir verði fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi með minniháttar áverka eftir slysið.

Þá sé varðstjóri sem mætti á vettvang á heimleið þar sem lítil sem engin hætta sé talin á ferð. Ekki hafi orðið neinn olíuleki út frá dælunni og því sé engin eldhætta.

Ekki hafi þurft að nota dælubíl sem sendur var á vettvang.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.