Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 17:38 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi mun ráða útgáfu kjörbréfa í kjördæminu. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54