Fótbolti

Tíu árum síðar skoraði annar Guðmundsson fyrir AZ á móti Jablonec

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar hér sigurmarki sínu fyrir AZ Alkmaar á móti Jablonec í gær en með honum er Jesper Karlsson.
Albert Guðmundsson fagnar hér sigurmarki sínu fyrir AZ Alkmaar á móti Jablonec í gær en með honum er Jesper Karlsson. Getty/Soccrates

AZ Alkmaar rifjaði upp tíu ára mark eins Guðmundssonar fyrir Evrópuleik í gær þar sem annar Guðmundsson skoraði sigurmarkið

AZ Alkmaar fagnaði sigri á móti tékkneska liðinu Jablonec í Sambandsdeild Evrópu í gær. Eina mark leiksins skoraði íslensku landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson.

Fyrir leikinn rifjaði AZ Alkmaar upp á rúmlega tíu ára gamlan leik á móti sama tékkneska liði.

AZ Alkmaar vann þá 2-0 sigur á Jablonec í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir að staðan var markalaus í hálfleik.

Pontus Wernbloom skoraði fyrra markið á 64. mínútu en Jóhann Berg Guðmundsson innsiglaði sigurinn undir lokin. Hann hafði komið inn á sem varamaður eftir fyrra markið.

Myndin með upprifjun AZ var af Jóhanni Berg að skora markið sitt og þar má einnig sjá myndband af markinu sem kom með þrumuskoti af löngu færi.

Svo skemmtilega vildi síðan til að annar Guðmundsson var á skotskónum í leiknum í gær.

Albert var reyndar í byrjunarliðinu en skoraði eina markið á 53. mínútu.

Þetta var annað mark Alberts á leiktíðinni en hann skoraði líka í deildarleik á móti Heracles Almelo 19. september síðastliðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.