Útlit fyrir stutt þinghald en nógu margir þurfa að mæta Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2021 09:01 Vanda Sigurgeirsdóttir flytur væntanlega sína fyrstu ræðu sem formaður KSÍ á Hilton í hádeginu á morgun. KVAN.IS OG VÍSIR/HANNA „Ég hugsa að þetta taki í mesta lagi klukkutíma,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um sérstakt aukaþing sambandsins sem haldið verður á morgun. Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ.
Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05