Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2021 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir. mynd/kvan.is „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“ KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06
Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00