Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 10:05 Guðni Bergsson neyddist til að segja af sér sem formaður KSÍ í lok síðasta mánaðar eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira