Erlent

Pabbi Britney ekki lengur við stýrið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Spears kann að verða sjálfráða aftur á næstunni.
Spears kann að verða sjálfráða aftur á næstunni. Getty/Frazer Harrison

Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt.

Britney hefur um árabil barist fyrir því að fá að stjórna sínum málum sjálf en faðir hennar hefur haft tögl og hagldir í öllu sem hún gerir og raun svipt hana sjálfræði síðustu þrettán árin. 

Dómarinn, Brenda Penny, sagði núverandi tilhögun ómögulega og því væri best að Jamie Spears færi ekki lengur með mál dóttur sinnar. Framhaldið verður síðan ákveðið 12. nóvember næstkomandi en talið er líklegast að þá fái Britney fullt forræði yfir sínum málum. 

Málið hefur vakið mikla athygli síðustu ár en á dögunum óskaði Jamie Spears sjálfur eftir því formlega að hann yrði ekki lengur með mál hennar á sinni könnu. 

Áður hafði hann þó lagst hart gegn því að Britney, sem verður fertug síðar á árinu, fengi að stjórna sínum málum sjálf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×