Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.
Þær Emmanuelle Charpentier og Jennifer Doudna hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði á síðasta ári fyrir þeirra þátt í þróun á aðferð til þess að breyta erfðamengi sem hefur verið nefnd CRISPR/Cas9.
Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að tæknin væri sögð byltingarkennd fyrir lífvísindi.
Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2021
- Mánudagur 4. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 5. okótber: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 6. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 7. október: Bókmenntir
- Föstudagur 8. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 11. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar