Allar líkur á að Kishida taki við embætti forsætisráðherra af Suga Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2021 07:37 Yoshihide Suga og nýkjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan, Fumio Kishida. AP Stjórnarflokkur Japans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur valið Fumio Kishida sem nýjan formann. Fastlega er búist við að Kishida verði skipaður forsætisráðherra á allra næstu dögum og taki þar með við embættinu af Yoshihide Suga. Suga tilkynnti í byrjun mánaðar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins, og þar með forsætisráðherra, eftir um ár í embætti. Hinn 64 ára Kishida gegndi embætti utanríkisráðherra landsins á árunum 2012 til 2017, auk þess að hafa setið á þingi frá árinu 1993 fyrir Hiroshima. Hann hafði betur gegn ráðherranum Taro Kono í baráttu um formannsstólinn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og samstarfsflokkar hans eru með meirihluta á japanska þinginu og eru því allar líkur á að Kishida verði staðfestur í embætti forsætisráðherra. Einnig er búist við að flokkarnir verði með meirihluta eftir þingkosningar sem fram fara í landinu í nóvember. Ný stefna í efnahagsmálum Kishida hefur talað fyrir nauðsyn þess að auka hagvöxt og fyrir breytingum á stefnu Japans í efnahagsmálum, þeirri sem Shinzo Abe, sem var forsætisráðherra landsins á árunum 2012 til 2020, lagði grunninn að. Vill Kishida meina að sú stefna þjóni fyrst og fremst stórfyrirtækjum. Fréttaskýrendur segja að litið sé á Kishida innan Frjálslynda lýðræðisflokksins sem leiðtoga til langs tíma. Suga tilkynnti 3. september að hann hugðist draga sig í hlé, en hann hafði sætt gagnrýni vegna stefnu stjórnar hans í faraldursmálum og sömuleiðis voru margir Japanir óánægðir með þá ákvörðun að halda Ólympíuleika í miðjum heimsfaraldri. Japan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Suga tilkynnti í byrjun mánaðar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins, og þar með forsætisráðherra, eftir um ár í embætti. Hinn 64 ára Kishida gegndi embætti utanríkisráðherra landsins á árunum 2012 til 2017, auk þess að hafa setið á þingi frá árinu 1993 fyrir Hiroshima. Hann hafði betur gegn ráðherranum Taro Kono í baráttu um formannsstólinn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og samstarfsflokkar hans eru með meirihluta á japanska þinginu og eru því allar líkur á að Kishida verði staðfestur í embætti forsætisráðherra. Einnig er búist við að flokkarnir verði með meirihluta eftir þingkosningar sem fram fara í landinu í nóvember. Ný stefna í efnahagsmálum Kishida hefur talað fyrir nauðsyn þess að auka hagvöxt og fyrir breytingum á stefnu Japans í efnahagsmálum, þeirri sem Shinzo Abe, sem var forsætisráðherra landsins á árunum 2012 til 2020, lagði grunninn að. Vill Kishida meina að sú stefna þjóni fyrst og fremst stórfyrirtækjum. Fréttaskýrendur segja að litið sé á Kishida innan Frjálslynda lýðræðisflokksins sem leiðtoga til langs tíma. Suga tilkynnti 3. september að hann hugðist draga sig í hlé, en hann hafði sætt gagnrýni vegna stefnu stjórnar hans í faraldursmálum og sömuleiðis voru margir Japanir óánægðir með þá ákvörðun að halda Ólympíuleika í miðjum heimsfaraldri.
Japan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira