Felldi Real Madrid með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 12:00 Sebastien Thill sést hér sýna húðflúrið á Estadio Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Sebastien Thill og Sheriff Tiraspol eru leikmaður og lið sem fáir bjuggust við að ættu fyrirsagnirnar eftir Liverpool, PSG og Real Madrid kvöld í Meistaradeildinni. Svo var þó raunin í gærkvöldi. Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira