Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 14:40 Robert Aaron Long hefur þegar játað að hafa skotið fjóra til bana. Getty Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna. Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira