Erlent

R. Kel­ly sak­felldur

Þorgils Jónsson skrifar
Tónlistarmaðurinn R. Kelly var í kvöld sakfelldur fyrir fjöldann allan af ákærum, meðal annars um kynferðilsega misnotkun á börnum. Hann á yfir höfði sér áratugavist í fangelsi.
Tónlistarmaðurinn R. Kelly var í kvöld sakfelldur fyrir fjöldann allan af ákærum, meðal annars um kynferðilsega misnotkun á börnum. Hann á yfir höfði sér áratugavist í fangelsi.

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Kelly, sem hefur setið í varðhaldi í um tvö ár, hefur lengi legið á hálsi að stunda kerfisbundna misnotkun á ungum konum og stúlkum, en var sýknaður af ákærum um framleiðslu barnaníðsefnis fyrir 13 árum síðan.

Dómsmálið þetta var rekið í New York og samanstóð kviðdómurinn af sjö körlum og fimm konum.

Kelly gæti nú átt von á áratugadómi, en hann á þess utan líka eftir að koma fyrir dóm í Illinois og Minnesota vegna svipaðra mála.

Gloria Allred, sem er lögmaður margra kvennanna sem sökuðu Kelly um að brjóta á sér, var ómyrk í máli fyrir utan réttarsalinn í dag. Hún sagði meðal annars að á 47 ára ferli sínum, væri R. Kelly versti brotamaður sem hún hafði þurft að eiga við. Þessi niðurstaða þýddi þó að nú þyrftu níðingar, sem áður hafi farið sínu fram í krafti frægðar sinnar, að fara að gæta sín.  Það sé ekki spurning um hvort þeir verði stöðvaðir, heldur hvenær.

 


Tengdar fréttir

R. Kel­ly mun ekki bera vitni í eigin máli

Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans.

Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar

Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum.

Segir R. Kel­ly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kyn­líf

Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum.

Greiddu mútur svo R. Kel­ly gæti gifst 15 ára stúlku

Fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans R. Kel­ly viður­kenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opin­berum starfs­manni til að falsa skil­ríki söng­konunnar Aali­yah þegar hún var 15 ára svo Kel­ly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ó­létt eftir hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.