Fótbolti

Rosengård og Kristianstad skildu jöfn í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar tóku á móti Íslendingaliði Kristianstad í dag.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar tóku á móti Íslendingaliði Kristianstad í dag. @FCRosengard

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård tóku á móti Íslendingaliði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rosengård er enn á toppi sænsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli.

Ekkert var skoraði í fyrri hálfleik, en sá seinni var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar að Sanne Troelsgaard kom Roseng1ard í 1-0.

Mia Carlsson jafnaði metin fyrir Kristianstad þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka, og þar við sat. 

Rosengård er eins og áður segir á toppi sænsku deildarinnar með 45 stig eftir 17 leiki. Kristianstad, með Sif Atladóttir og Sveindísi Jane Jónsdóttir innanborðs og undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttir, situr í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×