Sigmundur Davíð: „Ekki tilefni til að fara á taugum“ Þorgils Jónsson skrifar 26. september 2021 00:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn inni af frambjóðendum Miðflokksins eins og sakir standa. Þegar fyrstu tölur liggja fyrir í öllum kjördæmum stefnir í að Miðflokkurinn missi alla sína þingmenn fyrir utan formann sinn Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent