Erlent

Alvarlega særður eftir hnífsstungu í Osló

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn er sagður alvarlega slasaður eftir árásina.
Maðurinn er sagður alvarlega slasaður eftir árásina. EPA-EFE/Naina Helen Jama

Karlmaður er alvarlega særður eftir að ráðist var á hann með eggvopni í miðborg Oslóar nú rétt fyrir klukkan þrjú að staðartíma. 

Norska ríkisútvarpið greinir frá. Maðurinn varð fyrir árásinni á Stortorget í Osló nú fyrir stuttu og hefur verið fluttur á sjúkrahús. Maðurinn er sagður hafa hlotið alvarlega höfuðáverka í árásinni og fer á milli þess að vera við meðvitund og meðvitundarlaus. 

Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins er talið að nokkrir hafi átt hlut að árásinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.