Fótbolti

Rúnar Páll gerir þriggja ára samning við Fylki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Páll fékk það erfiða verkefni að halda Fylkismönnum í deild þeirra bestu þegar hann tók við liðinu undir lok tímabils. Það gekk þó ekki og nú stefnir hann á að koma Fylki aftur í fremstu röð.
Rúnar Páll fékk það erfiða verkefni að halda Fylkismönnum í deild þeirra bestu þegar hann tók við liðinu undir lok tímabils. Það gekk þó ekki og nú stefnir hann á að koma Fylki aftur í fremstu röð. Mynd/Skjáskot

Rúnar Páll Sigmundsson mun halda áfram sem aðaþjálfari Fylkis. Rúnar tók við liðinu undir lok tímabils, en hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning.

Rúnar greindi frá þessu sjálfur í samtali við mbl.is eftir 6-0 tap gegn Valsmönnum í lokaumferð Pespi Max deildar karla í dag. 

Eins og áður segir tók Rúnar við liðinu undir lok tímabils og fékk það erfiða verkefni að halda liðinu í deild þeirra bestu. Það tókst þó ekki og því verður hans fyrsta verkefni á heilu tímabili sem aðalþjálfari að koma liðinu beinustu leið upp úr Lengjudeildinni og í fremstu röð á ný.

Fylkir hafnaði í 12. og neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar með 16 stig, en Rúnar var áður þjálfari Stjörnunnar þar sem að hann gerði liðið að bikar- og Íslandsmeisturum.

„Það verður mitt hlut­verk að búa til nýtt lið hér. Ég hef fulla trú á því að við get­um komið með mín­ar áhersl­ur hérna inn og búið til skemmti­legt lið,“ sagði Rún­ar Páll þegar hann ræddi við mbl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×