Íslenski boltinn

Arnar áfram með KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Grétarsson heldur kyrru fyrir á Akureyri.
Arnar Grétarsson heldur kyrru fyrir á Akureyri. vísir/Hulda Margrét

Arnar Grétarsson og KA hafa komist að samkomulagi um að hann stýri liðinu áfram á næsta tímabili.

Arnar tók við KA um mitt síðasta sumar og hefur náð afar góðum árangri með liðið. Á síðasta tímabili endaði KA í 7. sæti.

KA-menn eru núna í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og með sigri á FH-ingum í lokaumferðinni á morgun enda þeir þar. Þriðja sætið gæti gefið sæti í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili og þá yrði það einnig næstbesti árangur í sögu KA.

Arnar stýrði Breiðabliki á árunum 2014-17 og Roeselare í Belgíu 2019. Þá var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu í Grikklandi og Club Brugge í Belgíu.

Leikur KA og FH á morgun hefst klukkan 14:00 eins og allir leikirnir í lokaumferðinni. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsvef Stöðvar 2.

Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.