Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 15:00 Fulltrúar FIFA heimsóttu höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í vikunni. vísir/vilhelm „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum. KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira
Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum.
KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira
Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06