Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 15:00 Fulltrúar FIFA heimsóttu höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í vikunni. vísir/vilhelm „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum. KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Sjá meira
Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum.
KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Sjá meira
Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06