Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 12:31 Guðni Bergsson var formaður KSÍ frá febrúar 2017 og þar til að hann hætti í lok síðasta mánaðar. vísir/vilhelm Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun. KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun.
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti