Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 10:13 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið afar virk í knattspyrnuhreyfingunni undanfarna áratugi. Fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari. KVAN.is Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira