Íslenski boltinn

Helga býður sig fram í stjórn KSÍ

Sindri Sverrisson skrifar
Helga Helgadóttir sækist eftir kjöri í stjórn KSÍ. Hún starfar sem íþróttastjóri Knattspyrnudeildar Hauka.
Helga Helgadóttir sækist eftir kjöri í stjórn KSÍ. Hún starfar sem íþróttastjóri Knattspyrnudeildar Hauka. VÍSIR/VILHELM og Facebook-síða Helgu

Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku.

Helga hefur samhliða starfi sínu hjá Haukum átt sæti í fræðslu- og útbreiðslunefnd KSÍ. Í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum segir hún: 

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þann 2.október. Ég hef frá blautu barnsbeini haft sterka tengingu við knattspyrnuhreyfinguna og hef kynnst henni úr mörgum ólíkum áttum; sem iðkandi, þjálfari, foreldri og stjórnarkona svo eitthvað sé nefnt. Margt gott hefur verið gert innan raða KSÍ undanfarin ár. Margt má betur fara. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til þess að efla starfsemi KSÍ og tel mig eiga erindi.“

Stjórn KSÍ sagði af sér fyrir tæpum mánuði síðan og boðaði til aukaþings, eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og nokkrum félögum úr neðri deildum.

Bráðabirgðastjórn verður kjörin á þinginu á laugardaginn eftir viku og mun starfa að minnsta kosti fram að ársþingi í febrúar.

Helga bætist nú í hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri en í gær lýsti Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, því yfir að hann byði sig fram. Vanda Sigurgeirsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til formanns KSÍ.


Tengdar fréttir

Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann

„Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ.

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.