Vill halda fund með samfélagsmiðlafyrirtækjum til að berjast gegn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 17:33 Romelu Lukaku vill að samfélagsmiðlafyrirtæki taki harðar á kynþáttafordómum. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, segir að leikmenn geti gert mun meira í baráttunni gegn kynþáttafordómum en bara að taka hné fyrir leiki. Hann vill að samfélagsmiðlafyrirtæki og leikmenn hittist og ræði hvað sé hægt að gera. Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira