Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 15:49 Maðurinn lét öllum illum látum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að farsóttarhúsinu þann 16. september og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum sem staðfest var af Landsrétti í gær. Í úrskurði Landsréttar segir einnig að maðurinn hafi verið greindur með Covid-19 þann 9. september og hafi því rofið einangrun. Veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot Í úrskurðinum segir að starfsfólk farsóttarhúss Foss hótels hafi tilkynnt hann til lögreglu þann 16. september að maðurinn væri órólegur og hefði brotið einangrun deginum áður. Í tilkynningunni kom fram að maðurinn hefði sýnt starfsfólki og öðrum gestum sóttvarnarhúss mikinn skapofsa, meðal annars hrækt í andlit starfsmanns, og væri almennt óútreiknanlegur í hegðun Lögregla er með sautján mál til rannsóknar sem tengjast manninum, þar á meðal þjófnað, húsbrot, líkamsárás, rán, skjalafals og fjársvik, heimilisofbeldi og sölu, dreifingu og vörslu á ávanabindandi fíkniefnum. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að maðurinn hafi sýnt af sér grófa og ofbeldisfulla hegðun og að hann veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot. Héraðsdómur og Landsréttur tóku undir rök lögreglu í málinu og þarf maðurinn að sitja í gæsluvarðhaldi til 15. október næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að farsóttarhúsinu þann 16. september og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum sem staðfest var af Landsrétti í gær. Í úrskurði Landsréttar segir einnig að maðurinn hafi verið greindur með Covid-19 þann 9. september og hafi því rofið einangrun. Veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot Í úrskurðinum segir að starfsfólk farsóttarhúss Foss hótels hafi tilkynnt hann til lögreglu þann 16. september að maðurinn væri órólegur og hefði brotið einangrun deginum áður. Í tilkynningunni kom fram að maðurinn hefði sýnt starfsfólki og öðrum gestum sóttvarnarhúss mikinn skapofsa, meðal annars hrækt í andlit starfsmanns, og væri almennt óútreiknanlegur í hegðun Lögregla er með sautján mál til rannsóknar sem tengjast manninum, þar á meðal þjófnað, húsbrot, líkamsárás, rán, skjalafals og fjársvik, heimilisofbeldi og sölu, dreifingu og vörslu á ávanabindandi fíkniefnum. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að maðurinn hafi sýnt af sér grófa og ofbeldisfulla hegðun og að hann veigri sér ekki við að fremja ítrekuð brot. Héraðsdómur og Landsréttur tóku undir rök lögreglu í málinu og þarf maðurinn að sitja í gæsluvarðhaldi til 15. október næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira