Varaforsetinn útdeildi seðlum í klefanum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 13:01 Súrínam er 600.000 manna þjóð sem hlaut sjálfstæði frá Hollandi árið 1975. Ronnie Brunswijk er varaforseti landsins en einnig fótboltamaður, og enn að spila þrátt fyrir að vera orðinn sextugur. Eftir leik útdeildi hann seðlum í búningsklefa mótherjanna. Knattspyrnusamband Norður- og Mið-Ameríku, Concacaf, hefur hafið rannsókn vegna myndbands sem sýnir hinn sextuga Ronnie Brunswijk útdeila seðlum eftir að hafa spilað leik í keppni á vegum sambandsins. Eins og fram hefur komið á Vísi þá ákvað Brunswijk, sem er varaforseti Súrínam og eigandi Inter Moengotapoe, að tefla sjálfum sér fram í leik gegn Olimpia frá Hondúras á þriðjudaginn. Leikurinn var í næststerkustu alþjóðlegu keppni Concacaf, svipaðri Evrópudeildinni. Brunswijk þraukaði fram í seinni hálfleik, með fyrirliðabandið, áður en honum var skipt af velli á 54. mínútu. Þá var staðan orðin 4-0 fyrir Olimpia sem vann að lokum 6-0 sigur. Aganefnd Concacaf er nú með til skoðunar myndband sem birtist á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Þar sést Brunswijk, sem á sínum tíma var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl í Hollandi, útdeila seðlum í búningsklefa andstæðinganna, Olimpia, eftir leikinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Varaforseti Súrínam í búningsklefa mótherjanna Concacaf lýsir yfir þungum áhyggjum af efni myndbandsins sem veki upp spurningar um heilindi þeirra sem á því sjást. „Málið er inni á borði aganefndar Concacaf sem mun hefja formlega rannsókn og greint verður frá niðurstöðum hennar þegar þær liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Leikmenn og aðstoðarþjálfari Olimpia, sem CNN ræddi við, vildu ekki setja út á þátttöku hins sextuga Brunswijk í leiknum og sögðu andstæðingum sínum einfaldlega frjálst að tefla fram því liði sem þeir vildu. Enginn af fulltrúum Inter Moengotapoe hefur svarað fyrirspurnum miðilsins um málið. Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Eins og fram hefur komið á Vísi þá ákvað Brunswijk, sem er varaforseti Súrínam og eigandi Inter Moengotapoe, að tefla sjálfum sér fram í leik gegn Olimpia frá Hondúras á þriðjudaginn. Leikurinn var í næststerkustu alþjóðlegu keppni Concacaf, svipaðri Evrópudeildinni. Brunswijk þraukaði fram í seinni hálfleik, með fyrirliðabandið, áður en honum var skipt af velli á 54. mínútu. Þá var staðan orðin 4-0 fyrir Olimpia sem vann að lokum 6-0 sigur. Aganefnd Concacaf er nú með til skoðunar myndband sem birtist á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Þar sést Brunswijk, sem á sínum tíma var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl í Hollandi, útdeila seðlum í búningsklefa andstæðinganna, Olimpia, eftir leikinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Varaforseti Súrínam í búningsklefa mótherjanna Concacaf lýsir yfir þungum áhyggjum af efni myndbandsins sem veki upp spurningar um heilindi þeirra sem á því sjást. „Málið er inni á borði aganefndar Concacaf sem mun hefja formlega rannsókn og greint verður frá niðurstöðum hennar þegar þær liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Leikmenn og aðstoðarþjálfari Olimpia, sem CNN ræddi við, vildu ekki setja út á þátttöku hins sextuga Brunswijk í leiknum og sögðu andstæðingum sínum einfaldlega frjálst að tefla fram því liði sem þeir vildu. Enginn af fulltrúum Inter Moengotapoe hefur svarað fyrirspurnum miðilsins um málið.
Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira