Sextugur fimmtíu barna faðir og forseti félagsins ákvað að stilla sér upp í framlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:00 Ef til vill er Ronnie Brunswijk númer 61 því styttist í 61. afmælisdaginn. Marca Ronnie Brunswijk spilaði 54 mínútur í 6-0 tapi Inter Moengotapoe gegn Olimpia frá Hondúras í 16-liða úrslitum CONCACAF-keppninnar. Brunswijk hefur ekki verið leikmaður liðsins í meira en áratug en lét það ekki stöðva sig. Hann er forseti félagsins og getur greinilega gert það sem honum sýnist. Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn. Fótbolti Súrínam Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn.
Fótbolti Súrínam Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira