Erlent

Marg­milljarða styrkir borist til endur­byggingar Notre Dame

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill eldur braust út í Notre-Dame í apríl 2019.
Mikill eldur braust út í Notre-Dame í apríl 2019. AP

Um 840 milljónir evra, um 128 milljarðar króna, hafa borist í styrki til endurbyggingar dómkirkjunnar Notre-Dame í frönsku höfuðborginni París sem brann í apríl 2019.

Jean-Louis Georgelin, fyrrverandi hershöfðingi sem heldur utan um framkvæmdina, greindi frá þessu þegar hann mætti fyrir þingnefnd í gær. Hann segir að enn streymi inn fjárframlög til verksins.

Sagt var frá því um liðna helgi að vinnu við að styrkja burðarvirki kirkjunnar sé nú lokið og því geti framkvæmdir við sjálfa endurbygginguna hafist.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að stefnt sé að því að framkvæmdum verði lokið fyrir Ólympíuleikana í París um mitt ár 2024.

Fjölmörg stórfyrirtæki hafa gefið háar fjárhæðir til verksins, meðal annars olíurisinn Total sem hefur skilað 100 milljóna evra fjárframlagi og þá hefur há fjárhæð einnig borist, meðal annars frá viðskiptakonunni Liliane Bettancourt.


Tengdar fréttir

Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld

Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt.

Leita að alda­gömlum eikar­trjám við smíði nýrrar spíru

Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.