Chelsea á­fram eftir víta­spyrnu­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Timo Werner skoraði mark Chelsea í venjulegum leiktíma.
Timo Werner skoraði mark Chelsea í venjulegum leiktíma. James Williamson/Getty Images

Evrópumeistarar Chelsea eru komnir áfram í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir sigur á Aston Villa í vítaspyrnukeppni.

Í reglum deildarbikarsins stendur að sleppa skuli framlengingu og fara beint í vítaspyrnukeppni. Þannig er flautað var til loka venjulegs leiktíma og staðan var jöfn þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust heimamenn yfir með marki Timo Werner eftir sendingu Reece James. Forystan entist aðeins í tíu mínútur en þá jafnaði hinn ungi Cameron Archer metin með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Matty Cash frá hægri.

Staðan 1-1 allt þangað til flautað var til leiksloka og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum.

Anwar El-Ghazi kom Villa yfir en Romelu Lukaku jafnaði metin. Ashley Young þrumaði knettinum í slánna og Mason Mount kom Chelsea yfir. Kepa Arrizabalaga varði frá Marvelous Nakamba og Ross Barkley svo gott sem tryggði Chelsea sigurinn í næstu spyrnu.

Ezri Konsa hélt vonum Aston Villa á lífi og Ben Chilwell klúðraði síðan er hann skaut einnig í marksúlurnar. Emiliano Buendía skoraði úr síðustu spyrnu Aston Villa en Reece James tryggði Chelsea sæti í 16-liða úrslitum með skoti beint upp í samskeytin. 

Chelsea vann því vítaspyrnukeppnina 4-3 og er komið áfram.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira