Erlent

Kjósa um hjóna­bönd og ætt­leiðingar sam­kyn­hneigðra eftir hat­ramma kosninga­bar­áttu

Kjartan Kjartansson skrifar
Stuðningsmenn laganna með regnbogafána sem á stendur „Já, ég vil“ í gleðigöngu í Zürich fyrr í þessum mánuði.
Stuðningsmenn laganna með regnbogafána sem á stendur „Já, ég vil“ í gleðigöngu í Zürich fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA

Kjósendur í Sviss greiða atkvæði um hvort leyfa eigi samkynhneigðum pörum að gifta sig og ættleiða börn á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að stuðningsmenn þess hafi sigur en dregið hefur saman á milli fylkinga í harðri kosningabaráttu síðustu vikna.

Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra knúðu fram þjóðaratkvæðslu eftir að alríkisstjórn Sviss og þingið samþykktu borgaralegar hjónavígslur þeirra. Þeir hafa birt auglýsingar af grátandi börnum og óléttubumbu dökkri á hörund sem á er ritað „þrælar“. Reuters-fréttastofan segir það vísun í að staðgöngumæðrun er ólögleg í Sviss.

Meirihluti hefur verið fyrir að samþykkja hjónavígslur samkynhneigða í skoðanakönnunum er bilið hefur minnkað upp á síðkastið. Nú segjast 63% fylgjandi en 35% andsnúin. Hlutföllin voru 69% fylgjandi gegn 29% andnúnum fyrir mánuði.

Samkynhneigðir hafa mátt ganga í óvígða sambúð í Sviss frá 2007 og ættleiða börn maka sinna frá 2018.

Nýju lögin myndu leyfa bæði hommum og lesbíum að ættleiða börn sem eru þeim óskyld til jafns við gagnkynhneigð pör. Giftar lesbíur fengju einnig að eignast börn með sæðigjöf en það mega aðeins gift gagnkynhneigð gera samkvæmt núgildandi lögum. Báðar konur yrðu viðurkenndar foreldrar barns frá fæðingu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.