Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:24 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góðar gætur á Vivianne Miedema í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
„Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26