Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:24 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góðar gætur á Vivianne Miedema í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
„Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26