Enski boltinn

City valtaði yfir Wycombe | Jay Rodriguez skoraði fjögur fyrir Burnley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jay Rodriguez var á skotskónum í kvöld.
Jay Rodriguez var á skotskónum í kvöld. Alex Livesey/Getty Images

Tíu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Manchester City vann öruggan 6-1 sigur gegn Wycombe Wanderers og Jay Rodriguez skoraði öll fjögur mörk Burnley þegar að liðið vann 4-1 sigur gegn Rochdale svo eitthvað sé nefnt.

Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn C-deildarliði Wycombe Wanderers þegar að Brandon Hanlan kom gestunum yfir á 22. mínútu.

Mörk frá Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez og Phil Foden sáu þó til þess að staðan var 3-1 þegar að gengið var til búningsherbergja.

Fjórða mark City kom á 71. mínútu, en þar var á ferðinni Ferran Torres áður en Riyad Mahrez bætti við sínu öðru marki á 83. mínútu.

Jay Rodriguez var allt í öllu þegar að Burnley tók á móti Rochdale, en hann skoraði öll fjögur mörk heimamanna í 4-1 sigri. Gestirnir tóku forystuna á 47. mínútu með marki frá Jake Beesley, en Roriguez var búinn að skora þrennu 15 mínútum seinna.

Hann bætti svo við sínu fjórða marki stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Burnley 4-1 sigur.

Vítaspyrnukeppni þurfti í þremur leikjum til að skera úr um sigurvegara. Leeds vann Fulham í bráðabana eftir markalaust jafntefli, Southampton sló Sheffield United 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli og Everton féll óvænt úr leik gegn B-deildarliði QPR. 

Tom Davies klikkaði á einu spyrnu vítaspyrnukeppninnar í bráðabana, en fyrir það höfðu liðin skorað úr 15 spyrnum í röð.

Öll úrslit kvöldsins

Fulham 0-0 Leeds (Leeds fer áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Brentford 7-0 Oldham Athletic

Burnley 4-1 Rochdale

Manchester City 6-1 Wycombe Wanderers

Norwich City 0-3 Liverpool

Preston North End 4-1 Cheltenham Town

QPR 2-2 Everton (QPR fer áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Sheffield United 2-2 Southampton (Southampton fer áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Watford 1-3 Stoke

Wigan Athletic 0-2 Sunderland
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.