Setja upp meðalhraðamyndavélar á næstu mánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2021 17:24 Frá undirritun samstarfssamningsins í dag. Frá vinstri: Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Kristín Helga Markúsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu og þróunar hjá Samgöngustofu, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri staðfestu í dag nýjan samstarfssamning um sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum í umferðinni. Setja á upp slíkar myndavélar á þjóðvegum landsins á næstu mánuðum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið samningsins sé að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni, með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins. Þá segir að meðalhraðamyndavélar verði komnar í gagnið á næstu mánuðum en í tilkynningunni segir ekki hvar. Þar segir þó að búnaður sem þessi hafi verið prófaður á Grindavíkurvegi og Norðfjarðarvegi. Meðalhraðamyndavélar taka myndir af bílum þegar þeir keyra fram hjá og lesa bílnúmer þeirra. Þegar bílum er svo ekið fram hjá næstu myndavél les hún einnig númerið og hve langt er síðan bílnum var ekið fram hjá fyrri myndavélinni. Þannig er reiknað út hve hár meðalhraði bílsins var og sekt send á eiganda hans ef hraðinn var yfir hámarkshraða. „Ég hef lagt ríka áherslu á umferðaröryggi í ráðherratíð minni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í áðurnefndri yfirlýsingu. „Aðeins með markvissum aðgerðum og fræðslu mun okkur takast að fækka slysum í umferðinni. Sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum hefur reynst vel á þjóðvegum landsins, í það minnsta til að minna okkur sjálf á að virða hraðamörk. Við höfum trú á að með nýju meðalhraðaeftirliti verði hægt að fækka hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi enn frekar enda hefur slíkt meðalhraðaeftirlit gefið góða raun í nágrannalöndum okkar.“ Í tilkynningunni segir að samningurinn sé gerður á grundvelli umferðaröryggisáætlunar sem er hluti af samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Þar segir einnig að lögreglustjóraembættið á Vesturlandi sjái um umsýslu og úrvinnslu gagna úr myndavélum í umboði Ríkislögreglustjóra. Vegagerðin greiði á samningstímanum ígildi tveggja stöðugilda á ári til að annast verklega framkvæmd við úrvinnslu sekta og kostnað vegna tæknimála, samtals að hámarki 15 milljónir króna á ári. Umferð Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið samningsins sé að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni, með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins. Þá segir að meðalhraðamyndavélar verði komnar í gagnið á næstu mánuðum en í tilkynningunni segir ekki hvar. Þar segir þó að búnaður sem þessi hafi verið prófaður á Grindavíkurvegi og Norðfjarðarvegi. Meðalhraðamyndavélar taka myndir af bílum þegar þeir keyra fram hjá og lesa bílnúmer þeirra. Þegar bílum er svo ekið fram hjá næstu myndavél les hún einnig númerið og hve langt er síðan bílnum var ekið fram hjá fyrri myndavélinni. Þannig er reiknað út hve hár meðalhraði bílsins var og sekt send á eiganda hans ef hraðinn var yfir hámarkshraða. „Ég hef lagt ríka áherslu á umferðaröryggi í ráðherratíð minni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í áðurnefndri yfirlýsingu. „Aðeins með markvissum aðgerðum og fræðslu mun okkur takast að fækka slysum í umferðinni. Sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum hefur reynst vel á þjóðvegum landsins, í það minnsta til að minna okkur sjálf á að virða hraðamörk. Við höfum trú á að með nýju meðalhraðaeftirliti verði hægt að fækka hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi enn frekar enda hefur slíkt meðalhraðaeftirlit gefið góða raun í nágrannalöndum okkar.“ Í tilkynningunni segir að samningurinn sé gerður á grundvelli umferðaröryggisáætlunar sem er hluti af samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Þar segir einnig að lögreglustjóraembættið á Vesturlandi sjái um umsýslu og úrvinnslu gagna úr myndavélum í umboði Ríkislögreglustjóra. Vegagerðin greiði á samningstímanum ígildi tveggja stöðugilda á ári til að annast verklega framkvæmd við úrvinnslu sekta og kostnað vegna tæknimála, samtals að hámarki 15 milljónir króna á ári.
Umferð Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira