Erlent

Trudeau fagnar sigri og heldur forsætisráðherrastólnum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trudeau fagnar úrslitunum ásamt fjölskyldu sinni.
Trudeau fagnar úrslitunum ásamt fjölskyldu sinni. epa/Eric Bolte

Kosningum er lokið í Kanada og virðist sem Justin Trudeau hafi tryggt sér áframhaldandi veru á forsætisráðherrastóli, þriðja kjörtímabilið í röð.

Trudeau kallaði óvænt til kosninganna að eigin frumkvæði með von um að auka enn við fylgi sitt. 

Nú er minnihlutastjórn í Kanada og virðast allar líkur á því að það fyrirkomulag haldi áfram því þótt flokkur Trudeus hafi fengið flest atkvæðin í kosningunum náði hann ekki meirihluta þeirra. 

Fyrstu tölur benda til að flokkur Trudeaus hafi fengið 156 þingsæti en hefði þurft 170 til að ná meirihluta. 

Raunar virðast úrslit kosninganna nokkuð svipuð þeirri niðurstöðu sem kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum, árið 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×