Fótbolti

Romeo Beckham fetar í fótspor föður síns

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Feðgarnir á Wembley í sumar.
Feðgarnir á Wembley í sumar. Alex Morton/Getty Images

Romeo Beckham, sonur David og Victoriu, lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í fótbolta um helgina. Hvort hann nái sömu hæðum og fair sinn verður að koma í ljós.

Romeo Beckham hefur ákveðið að feta í fótspor föður síns og reyna fyrir sér sem atvinnumaður í fótbolta Spilar hann með Ford Lauderdale í þriðju efstu deild bandaríska fótboltans. Hvort pabbi gamli hafi hjálpað honum að komast að er óvíst en það hjálpar eflaust að David eigi Inter Miami en Lauderdale er B-lið Inter.

Ásamt Romeo var Harvey Neville, sonur Phil Neville, í liði Lauderdale. Phil lék á sínum tíma með David Beckham hjá Manchester United og enska landsliðinu. Þá vill það svo skemmtilega til að hann er þjálfari Inter Miami í dag.

Hinn 19 ára gamli Romeo hóf leikinn úti hægra megin líkt og faðir hans gerði nær allan sinn feril. Hann lék 79 mínútur í leiknum er Fort Lauderdale gerði 2-2 jafntefli við South Georgia Tormenta. Romeo er þegar farinn að einbeita sér að næsta leik ef marka má Instagram-síðu hans.

Romeo og Harvey – sem lék á miðri miðjunni – náðu vel saman. Sá síðarnefni var að spila sinn 16 leik fyrir félagið en hann var í akademíu Manchester United á síðustu leiktíð. Hann ákvað hins vegar að elta föður sinn til Bandaríkjanna í sumar.

Phil og David á góðri stundu.Michael Reaves/Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×